GET Ráðgjöf

Við aðstoðum þig við að ná meiru út úr upplýsingakerfunum

Engar hindranir

Hugsum í lausnum

Ráðgjöf

Ráðgjöf í hagræðingu vinnuferla og því hvernig við látum upplýsingakerfið vinna með í að minnka óþarfa vinnu.

Þjónusta

Almenn Dynamics AX þjónusta

Þróun

Við bjóðum lausnir sem nútímavæða gamla kerfið þitt og færa þig nær framtíðinni ásamt því að vinna nauðsynlegar og vel ígrundaðar séraðlaganir á núverandi kerfum

Vantar þig viðskiptasíður?

Þínar "mínar síður" er úreld hugsun

Við bjóðum upp á umhverfi þar sem fyrirtæki geta keypt aðgang að stöðluðum, sameiginlegum viðskiptasíðum fyrir t.d. reikninga, reikningsyfirlit og pantanir.

Það sem fyrirtækið þitt græðir með þessu er

• lægri innleiðingarkostnaður
• mjög stuttur innleiðingartími
• mínar síður í þjónustu sem bætir reglulega við góðum nýjungum og eru í stöðugri uppfærslu
• samlegðaráhrif af því að samnýta stórt umhverfi með öðrum

Startup SuperNova 2023 teams
Nýsköpunarhraðall - Startup SuperNova

GET Ráðgjöf valið eitt af 10 bestu

Tíu sprotafyrirtæki hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup SuperNova 2023 í kjölfar viðamikils undirbúnings og valferlis sem hófst með Masterclass námskeiði í júní. Alls kepptu á þriðja tug framsækinna sprotafyrirtækja um sæti í hraðlinum. 

Sprotarnir tíu sem taka nú þátt í Startup SuperNova vinna að fjölbreyttri nýsköpun á ólíkum sviðum; allt frá snjallforriti með heilandi tíðnir til að hjálpa fólki með streitutengd vandamál yfir í gagnvirkar prjónauppskriftir sem laga sig að hugmynd prjónarans. En þótt sprotarnir séu margskonar eiga þeir allir það sameiginlegt að vinna að nýjungum sem ætlaðar eru alþjóðamarkaði.

“Fulltrúar KLAK, Nova og Huawei hafa unnið hörðum höndum að því undanfarna daga að velja sprotafyrirtæki til þátttöku í viðskiptahraðlinum. Það er sérstaklega ánægjulegt að okkur bárust umsóknir frá fjölmörgum öflugum frumkvöðlum.Við óskum topp 10 teymunum til hamingju og hlökkum til að vinna náið með þeim næstu vikur,” segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups.  

GET Ráðgjöf
GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á Mínar síður þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt.

Er fyrirtækið þitt fast ?

Komdu inn í nútímann

Það er þekkt í heimi upplýsingatækninnar að fyrirtæki brenna inni með gömul kerfi og gamlar lausnir sem styðja ekki við nútímatækni.  Við höfum þróað safn lausna og vefþjónusta, sem við leggjum ofan á núverandi kerfi og útvíkkum þannig þá tækni sem er til staðar nú þegar.  Þessi aðferð nýtist meðal annars til að styðja við gagnasamskipti á milli kerfa og eins til að opna á eldri kerfi fyrir lausnir í Microsoft Buisiness Suite.  

Kröfur sem þið náið ekki að leysa ?

Stækkaðu án þess að skipta um kerfi

Við þekkjum það að láta ERP kerfi, vefverslun, öpp, kassakerfi, mínar síður, CRM, póstforrit og ytri aðila tala saman.  Hvort sem það er með beinum samskiptum eða áskriftum að skilaboðum (bus virkni) 
Hugsanlega viltu útvíkka núverandi ERP kerfi án þess að gera aðlaganir á “gamla kerfinu”.  Slíkt er vel mögulegt með lausnunum okkar, sem bjóða upp á að tvinna saman mismunandi gagnagrunna í gegnum vefþjónustur. 

Sérðu ekki fyrir þér að komast þangað á réttum tíma ?

Settu fókus á það sem skiptir máli

Að uppfæra eða innleiða nýtt kerfi getur tekið verulega á og ekki víst að takist að leysa nýjar þarfir fyrr en að góðum tíma liðnum.  Hugsanlega er lausnin fólgin í því að greina núverandi kerfi, nýjar þarfir og tengja saman með vefþjónustulausnum.  Högunin er þó þannig að þegar þú tekur ákvörðun um að uppfæra gamla kerfið þitt, mun vefþjónustulausnin skipta um “viðskiptavin” og hafa samskipti við nýja kerfið í stað þess gamla áður.  Þannig lifa nýju lausnirnar áfram þó skipt sé um kerfi

Hvað get ég gert ?

Þú ert á rétta staðnum

Greining á þörfum

Greining á núverandi umhverfi, hvar þrengir að og hvernig má nota lausnir okkar til að útvíkka og þétta kerfin. 

Nýtast lausnirnar okkar ?

Við komum með tillögur að því hvernig lausnir okkar geta nýst starfseminni.  Útfærslan getur falist í vefsíðum, app-lausnum eða nýjum kerfum frá 3ja aðila þar sem samskipti fara í gegn um vefþjónustur

Forgangsröðun

Það er snúið að ætla að borða fílínn í einum bita.  Markviss forgangsröðun og raunhæfar áætlanir tryggja eðlilegan framgang og stýra væntingum.  Við spyrjum : “Í hverju er liggur mesta virðið” og stýrum breytingum út frá því 

Stöðluð samskipti

Lausnin notar staðlaðar REST þjónustur.  Þeim fylgja stöðluð Swagger skjölun (Open API) 

Safn aðgerða

Með í pakkanum er safn nauðsynlegra aðgerða sem tengjast m.a. loggun, vottun, aðgangsstýringum og öryggi. Það fylgir því mikil hagræðing að allt slíkt sé til staðar sem hluti af grunni. 

Azure

Lausnin er hýst í Azure.  Hún styður  þróunar-, prófunar- og útgáfuferli og nýtir fjölmargt af því sem hýsing í Azure býður uppá.

Hver erum við ?

G & ET

Þrátt fyrir að vera nokkuð liðtækur forritari liggur styrkurinn í því að horfa á vinnuferla, greina þarfir og koma með tillögur að lausnum.  Áralöng reynsla af því að ganga inn í fyrirtæki og setja sig inn í málin hratt og vel.   

Guðlaug H. Jóhannsdóttir

Ráðgjöfin og þarfirnar

Hugmyndasmiðurinn og kollurinn á bakvið þróun.  Einstakir hæfileikar til að hugsa dýnamískt og útfæra sveigjanlegar lausnir með fleiri en eitt hlutverk.  Mikil þekking á gagnagrunnum, hraðamálum og högun. 
“Ef ég kann það ekki þá læri ég það”

Eyvindur Tryggvason

Tæknilegi endinn